Að sækja um vottun á rekjanleika 

Ferlið við umsókn og úttekt á rekjanleika er eftirfarandi.

  1. Beiðni um upplýsingar
    Umsækjandi leitar upplýsinga hjá Ábyrgum fiskveiðum ses, ef á þarf að halda, sem þá sendir rekjanleikastaðal til umsækjanda og lætur vottunaraðila vita af umsókninni. Sótt er um til vottunaraðila sem þá sendir umsóknareyðublað til umsækjanda.
  2. Útfylling á umsóknareyðublaði
    Umsækjandi gefur upp ítarlegar upplýsingar um aðfangakeðju, starfsemi og starfsstöð(var).
  3. Vottunaraðili undirbýr úttektaráætlun
    Vottunaraðili framkvæmir áhættumat til að ákveða úttektarfyrirkomulag sem umsækjandi þarf að undirgangast og tilnefnir viðurkenndan úttektaðaðila. Global Trust hefur gert samkomulag við nokkra úttektaraðila á Íslandi, auk úttektaraðila erlendis. Umsækjandi greiðir vottunaraðila útlagðan kostnað vegna úttektar.
  4. Úttektin
    Úttekt á starfsemi umsækjandans í virðiskeðjunni er framkvæmd af óháðum úttektaraðila sem er viðurkenndur af vottunaraðilanum og starfar á hans vegum. Úttektin er gerð með samanburði við rekjanleikastaðal og samkvæmt úttektaráætluninni.
  5. Úttektarskýrslan
    Þegar úttekt er lokið er skýrsla send til vottunaraðila. Vottunaraðili yfirfer skýrsluna til að meta frammistöðu gagnvart efni staðals. Umsækjandi hefur 28 daga til að senda til baka aðgerðaáætlun komi í ljós meiri háttar frávik (critical, major). Minni háttar (minor) frávik eru leyst strax. Úttektaraðili lýkur uppgjöri vegna frávika.
  6. Ákvörðun um vottun
    Niðurstaða skýrslu um frammistöðu umsækjanda er borin undir vottunarnefnd vottunaraðila. Úttektarskýrsla umsækjandans og allar nauðsynlegar aðgerðir til úrbóta eru lagðar fyrir vottunarnefnd til úrskurðar um vottun. Í vottunarnefndinni sitja aðilar sem hafa jafn mikla hæfni og matsfulltrúinn og með sérþekkingu á vottun.
  7. Vottun
    Umsækjandi fær vottun samkvæmt rekjanleikastaðli. Tíðni viðhaldsvottunar er ákveðin. Vottunaraðili gefur út vottorð um rekjanleika og skráir umsækjanda í gagnagrunn.
  8. Aðgangur að auðkennismerki vottunar
    Umsækjandi sækir um leyfi til að nota auðkenni vottunar til Ábyrgra fiskveiða ses. Nánari upplýsingar um umsóknina er að finna hér á vefnum. Einnig er hægt að hafa samband við Sigrid Merino, sigrid@irff.is .

About your organization

Contact person

Your operation is