RFM rekjanleikastaðall – 30 daga kynningar- og umsagna ferli
RFM rekjanleikastaðall – 30 daga kynningar- og umsagna ferli
F.h. aðildarfyrirtækja Ábyrgra fiskveiðar ses. (ÁF) og Certified Seafood Collaborative (CSC, Alaska) og sjávarútvegs á Íslandi og Alaska tilkynnist hér með að sameiginlegur RFM rekjanleikastaðall er í opnu 30 daga kynningar- og umsagnarferli fyrir almenning og áhugasama.
Skrifuð voru drög að núverandi staðli í byrjun árs 2021. Staðallin hefur verið rýndur og samþykktur af Tækninefnd Ábyrgra fiskveiða og Tækninefnd CSC. Staðallinn er ætlaður fyrir umsóknaraðila RFM vottunarprógramma, þ.á.m. RFM vottunarprógramma sem eru í undirbúningsferli.
Áhugasamir geta notað leiðbeiningarnar að neðan til að koma með athugasemdir og sent á póstfangið sigrid@irff.is .
Grunnupplýsingar
Ábyrgar fiskveiðar f.h. íslensks sjávarútvegs hafði frumkvæði að þróun rekjanleikastaðals sem var kynntur og settur í opinbert umsagnaferli og í framhaldi tekinn í notkun fyrir IRF rekjanleikavottun 2011.
Staðallinn var notaður sameiginlega af ÁF og Alaska RFM þar sem bæði vottunarprógrömm gátu aðlagað staðalinn að eigin þörfum með lágmarksbreytingum.
Aðal tilgangur þessa samstarfs er að ábyrgjast varanlegan alþjóðlegan rekjanleikastaðal sem hefur það hlutverk að vera tilvísunarskjal sem styður við gegnsæja vottun ábyrgra fiskveiða með viðurkenndri stjórnun. Önnur vottunarprógrömm geta fengið heimild til að nota staðalinn svo fremi sem öllum reglum sé framfylgt án undantekninga þannig að heilindi og sameiginleg markmið vottunarprógramma nái fram að ganga eins og stefnt var að með þróun staðalsins.
Tækninefndir ÁF og CSC munu hvort um sig en í nánu samstarfi taka til greina allar málefnalegar athugasemdir í samræmi við efni þeirra. Ekki mun einstökum athugasemdum vera svarað heldur verður gerð samantekt athugasemda sem kunna að berast og þær birtar opinberlega án þess að unnt sé að rekja einstakar athugasemdir til sendanda
Leiðbeiningar
Við bjóðum öllum áhugasömum sem vilja færa fram uppbyggilegar og sértækar athugasemdir við staðalinn að gera það innan tímabilsins 14. október – 12. nóvember 2021 að báðum dögum meðtöldum og geri það í samræmi við neðangreindar leiðbeiningar.
- Órekjanlegar athugasemdir (án nafns, póstfangs eða tölvupóstfangs) munu ekki vera teknar til greina
- Aðeins ein sending athugasenda frá umsagnaraðila er tekin til greina og sem þarf að vera unnt að rekja til uppgefins tengiliðar sem fulltrúa umsagnaraðilans
- Athugasemdir mega ekki vera á vegum fleiri en eins umsagnaraðila
- Athugasemdir verða að vísa til tiltekinna undirkafla og/eða greina staðalsins til að unnt sé að taka athugasemdirnar til greina