Upprunamerki fyrir íslenskt sjávarfang var tekið í notkun árið 2008. Tilgangur merkisins er að tryggja kaupendum og neytendum upplýsingar um að íslenskar sjávarafurðir eigi uppruna sinn í ábyrgum fiskveiðum Íslendinga. Merkið má nota á íslenskar sjávarafurðir sem unnar eru úr afla í íslenskri lögsögu, úr stofnum sem ekki teljast deilistofnar, hvort sem er innan aflamarkskerfis eða utan aflamarks. Það má nota á afla íslenskra fiskiskipa úr deilistofnum sem eru að hluta til innan íslenskrar lögsögu og lúta viðurkenndri heildarstjórnun. Merkið fylgir þannig afurðunum á markað um allan heim og bera kaupendur sjávarafurða ábyrgð á því að eftir reglum sé farið með traustu rekjanleikakerfi.
Sækja skal um heimild til notkun á upprunamerkinu með því að fylla út umsókn á vefnum
Nánari upplýsingar veitir Finnur Garðarsson finnur@irff.is hjá Ábyrgum fiskveiðum í síma 591 0308. Greitt er skráningargjald kr. 90.000 (EUR 600 eða USD 800) sem er eingreiðsla og gildir jafnframt sem greiðsla fyrir notkun á auðkenni vottunar þegar fyrirtæki hafa farið í gegnum rekjanleikavottun.
Framleiðendur og útflytjendur íslenskra sjávarafurða greiðir hver um sig félagsgjald sem nemur 0,25 prómillum af FOB útflutningstekjum (kr. 250 af hverri milljón). Útflytjendur greiði gjaldið af sínum tekjum án þess að rukka framleiðendur um það. Miðað verður við FOB verð síðasta almanaksárs þegar gjaldið er reiknað og verður það innheimt ársfjórðungslega. Upphæð greiðslu miðast við hlutfall af almanaksári þegar sótt er um aðild og gjald er reiknað. Útreikningur félagsgjalda byggir á FOB útflutningsverðmæti síðasta almanaksárs.