Sjálfseignarstofnunin Ábyrgar fiskveiðar ses var stofnað í febrúar 2011. Tilgangur félagsins er að eiga og annast rekstur vörumerkja um ábyrgar fiskveiðar, gerð og viðhald samninga um vottun ábyrgra fiskveiða, miðlun upplýsinga um fiskveiðar Íslendinga með sérstaka áherslu á kaupendur og neytendur íslenskra sjávarafurða og önnur skyld verkefni. Markmið félagsins er að stuðla að og viðhalda ábyrgum fiskveiðum til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Félagið starfar á kostnaðargrunni (non-profit organization).
Félagið tók yfir rekstur og utanumhald um vottun ábyrgra veiða Íslendinga, sem áður var stofnað til og rekið á vettvangi Fiskifélags Íslands. Þessum rekstri fylgja einnig vörumerki, til auðkenningar íslensks uppruna sjávarafurða og merkis sem staðfestir vottun ábyrgra fiskveiða.
Stofnendur félagsins eru:
Í stjórn félagsins eru:
Til vara:
Til stuðnings félaginu er starfandi tækninefnd, sem sér um og ber ábyrgð á kröfulýsingum, sem vottunin byggir á, allri tæknivinnu sem snertir fiskveiðistjórnunarmál ásamt samskiptum við vottunaraðila og opinberar stofnanir sem málið varðar. Formaður hennar er Kristján Þórarinsson.
Framkvæmdastjóri Ábyrgra fiskveiða ses er Sigrid Merino Sardà. Sími 781 8247.