Gæði íslenskra sjávarafurða

Gæði íslenskra sjávarafurða

Íslenskur fiskur er eftirsóttur á mörkuðum víða um heim vegna gæða og stöðugs framboðs. Hreinn og kaldur sjór á fiskimiðum umhverfis Ísland skapar kjöraðstæður fyrir villta fiskistofna til að vaxa og dafna. Nálægð við fiskimiðin allt í kringum landið, vönduð meðhöndlun aflans og skilvirkt flutningakerfi tryggja að hægt er að viðhalda gæðum sjávarafurða sem seldar eru um allan heim. Fiskveiðistjórnunarkerfið veitir íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum tækifæri á að skapa stöðugt framboð af ferskum fiski allan ársins hring. Fiskveiðistjórnunin er byggð á vísindalegum grunni og er eftirlitskerfið gegnsætt og hægt er að skoða rekjanleika afurða frá veiðum á markað.

Skapandi hugsunarháttur í sjávarútvegi ýtir undir nýsköpun til framtíðar og leggur greinin mikla áherslu á að viðhalda forystu í gæðum.

Íslenska sjávarþorpið

Hvert er leyndarmál hinna framúrskarandi gæða íslenska fisksins sem er í uppáhaldi hjá kokkum og matgæðingum um allan heim? Við getum þakkað hreinu hafi, arfleiðinni, hefðunum og sérstaklega fólkinu sem býr í sjávarþorpum og stundar fiskveiðar og vinnslu. Sjáðu hvernig ferskur fiskur kemst beinustu leið úr Norður-Atlantshafi á diskinn þinn. Gæði fisksins eru stolt okkar allra.

View All Videos
Íslenska sjávarþorpið
Vottuð fyrirtæki

Vottuð fyrirtæki

Íslensk fyrirtæki sem veiða, vinna og selja íslenskan fisk, og erlendir aðilar sem selja íslenskan fisk og vilja halda á lofti íslenskum uppruna og ábyrgum fiskveiðum. 

Lesa meira
Sögur

Sögur

Lestu sögur um íslenskan sjávarútveg.

Lesa meira
Uppskriftir

Uppskriftir

Skoðaðu uppskriftir af ljúffengum réttum úr íslenskum þorski og gullkarfa.

Lesa meira