Vaxandi stuðningur við GSSI
Global Seafood Sustainable Initiative (GSSI) er alþjóðlegur samvinnuvettvangur verslanakeðja, félagasamtaka, sérfræðinga, opinberra og alþjóðlegra stofnana. IRF er eitt fjögurra vottunarprógramma sem hlotið hafa viðurkenningu eftir úttekt samkvæmt mælistiku GSSI. Hin þrjú eru Alaska RFM, MSC og Best Aquaculture Practices (BAP).
GSSI nýtur vaxandi stuðnings hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Fyrirtæki sem eru félagar í GSSI hafa skuldbundið sig til að viðurkenna öll þau vottunarverkefni sem standast GSSI úttekt, þegar kemur að innkaupum á sjávarafurðum.
Nýlega bættust eftirtaldir aðilar við í þennan hóp:
- Grupo Nueva Pescanova, eitt af stærri sjávarútvegsfyrirtækjum heims
- US Foods, leiðandi dreifingarfyrirtæki í matvælageiranum
- AEON Co., Ltd., stærsta smásölukeðja í matvöru í Asíu
- BidFresh, dreifingaraðili sem selur kjöt og sjávarafurðir inn á veitingastaði og mötuneyti í Bretlandi og Írlandi.
- Red Lobster, amerísk veitingakeðja sem selur sjávarafurðir.
- CenSea, innflytjandi sjávarafurða til Bandaríkjanna
Sjá heildaryfirlit yfir þá sem styðja GSSI á vefsíðu þeirra.
Þá viljum við vekja athygli á að Herman Wisse, framkvæmdastjóri GSSI, stýrir málstofu á sjávarútvegssýningunni Seafood Expo North America í Boston undir heitinu Credible Transparancy in the Certification Landscape, mánudaginn 12. mars kl. 14:15 - 15:30, salur 153 A/B.