Gómsætur fiskur frá Íslandi í matvælaskóla á Ítalíu

Gómsætur fiskur frá Íslandi í matvælaskóla á Ítalíu

23 maí 2018

Dagana 14.-16. maí var íslenskur saltfiskur kynntur í matvælaháskólanum Universitá degli Studi di Scienze Gastronomivhe í Pollenzo á Ítalíu.

Sveinn Kjartansson yfirmatreiðslumeistari á Aalto Bistro í Norræna húsinu, fékk boð um að koma og elda með kennurum og nemendum skólans á svokölluðu „Academic Table“ dögum. Sveinn eldaði íslenskan saltfisk (þorsk) og sagði frá leyndarmálinu á bak við gæði íslenska fisksins.

Íslandsstofa og markaðaverkefnið Baccalà Islandese studdu kynninguna með því að skaffa hráefni og var dreift kynningarefni um íslenska þorskinn og spilað kynningarmyndband frá Íslandi. Ítalirnir sýndu íslenska fiskinum mikinn áhuga og áttu vart lýsingarorð til að lýsa gæðum hans að sögn Sveins.

Viðburður þessi á Ítalíu tengist Slow Food samtökunum en þau sem eiga sterkar rætur á Ítalíu. Sveinn Kjartansson er mörgum Íslendingum að góðu kunnur fyrir sjónvarpsþætti sína „Fagur fiskur í sjó“ sem voru sýndir á RÚV fyrir nokkrum árum við góðan orðstýr.