Brussel sýningin fjölmenn í ár
Kynningarfundur fyrir kaupendur
Í tengslum við sýninguna var haldinn kynningarfundur undir merkjum Iceland Responsible Fisheries í sendiherrabústaðnum í Brussel 23. apríl. Á hann mættu dreifingaraðilar íslenskra fiskafurða í Belgíu og Hollandi. Tilgangur fundarins var að upplýsa um stefnu Íslands í nýtingu fiski, kynna rannsóknir og stöðu íslenskra fiskistofn, vottun og ræða markaðsmál. Kristján Freyr Helgason sérfræðingur sem er staðsettur í sendiráðinu í Brussel kynnti fiskveiðistjórnun, útskýrði aflareglur við stjórn fiskveiða, skipulag eftirlits o.fl. Þorsteinn Sigurðsson, Haf og vatn, greindi frá fiskirannsóknum, stöðu fiskistofna og hlutverki sinnar stofnunar við ráðgjöf um veiðar. Finnur Garðarsson sagði frá vottunarmálum undir merkjum Iceland Responsible Fisheries og Guðný Káradóttir sagði frá markaðsmálum og kynnti tækifæri til samstarfs í kynningu á íslenskum sjávarafurðum. Jens Garðar Helgason flutti lokaorð áður en boðið var upp á veitinga úr fjölda fisktegunda, en það var Friðrik Sigurðsson kokkur í utanríkisráðuneytinu sem eldaði. Fundurinn var haldinn í samstarfi IRF, Íslandsstofu og sendiráðsins í Brussel.
Fundað var með frönskum umhverfisverndarsamtökum, frönskum og þýskum ráðgjöfum og síðan áhugasömum kaupendum sem vildu ræða kynningarsamstarf.
Fulltrúar Íslandsstofu og Ábyrgra fiskveiða sóttu fund sem GSSI hélt (Global Sustainable Seafood Initiative) til að kynna hlutverk sitt, árangur og framtíðaráherslur. GSSI eru samtök sem taka út vottunarverkefni og viðurkenna þau. Samtökunum vex stöðugt fiskur um hrygg og eru mikilvæg fyrir Ísland, en fjöldi smásölukeðja hafa lýst yfir að þau noti mat GSSI til að meta hvort um sjálfbærar veiðar er að ræða eða ekki (þ.e. mat á vottunarverkefnum).
Vaxandi stuðningur við GSSI
Fulltrúar Íslandsstofu og Ábyrgra fiskveiða sóttu fund sem GSSI hélt (Global Sustainable Seafood Initiative) til að kynna hlutverk sitt, árangur og framtíðaráherslur. (sjá nánar hér). GSSI eru samtök sem taka út vottunarverkefni fiskveiða og fiskeldis og meta þau út frá viðamikilli mælistiku GSSI (GSSI Benchmark Tool). Fimm vottunarprógrömm hafa þegar hlotið GSSI viðurkenningu, þ.á.m. vottunarprógramm Ábyrgra fiskveiða (IRF). Samtökunum vex stöðugt fiskur um hrygg, en sífellt vaxandi fjöldi smásölukeðja og annarra kaupenda, sem tengjast virðiskeðju sjávarafurða hafa lýst yfir að þau meti öll GSSI viðurkennd vottunarprógrömm sem votta sjálfbærni veiða og eldis jafngild. Í þessu ljósi er GSSI viðurkenning IRF vottunar mjög mikilvæg fyrir framhald verkefnisins.
Sýningin var vel sótt og almenn ánægja ríkti hjá þátttakendum. Ábyrgar fiskveiðar kynntu vottun og markaðsmál í samstarfi við Íslandsstofu.