Viðhaldsvottun staðfest fyrir ýsu og ufsa

Viðhaldsvottun staðfest fyrir ýsu og ufsa

20 apríl 2018

Árleg viðhaldsvottun ýsu- og ufsaveiða Íslendinga undir merkjum Iceland Responsible Fisheries var staðfest í apríl 2018. Úttektarteymi á vegum vottunarstofunnar Global Trust Certification Ltd. tók út veiðarnar eftir fiskveiðistjórnunarstaðli Ábyrgra fiskveiða ses.

Úttektin felur m.a. í sér heimsókn til opinberra aðila og fyrirtækja er tengjast  sjávarútvegi og ber saman við stöðu veiðanna frá fyrra ári. Úttektarskýrslurnar eru aðgengilegar á vefnum og gera þær ítarlega grein fyrir kröfum til vottunar og mati úttektarnefndarinnar.

Sjá nánar um vottun á ýsu - sækja skýrslu um viðhaldsvottun á ýsu.

Sjá nánar um vottun á ufsa - sækja skýrslu um viðhaldsvottun á ufsa.

Nánari upplýsingar um vottunina veitir Finnur Garðarsson, finnur@irff.is, sími 896 2400.