Gullkarfaveiðar Íslendinga endurvottaðar

Gullkarfaveiðar Íslendinga endurvottaðar

8 júlí 2019
Gullkarfaveiðar Íslendinga endurvottaðar

Óháð vottunarnefnd á vegum írsku vottunarstofunnar Global Trust/SAI Global hefur endurvottað veiðar á gullkarfa (Sebastes norwegicus) á Íslandsmiðum samkvæmt íslenska staðlinumi um ábyrgar fiskveiðar (Iceland Responsible Fisheries Management Standard - IFRM, útgáfa 2.0). Vottunin staðfestir að veiðunum er stjórnað á ábyrgan hátt í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar kröfur. Vottunarskírteinið gildir í 5 á með árlegum viðhaldsvottunum.

Staðallinn sem vottað er eftir byggir efnislega á samþykktum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Óháð mat vottunarstofunnar var unnið eftir ISO17065 faggiltu kerfi Global Trust og veitir áreiðanlega vottun þriðja aðila á ábyrgri fiskveiðistjórnun.

Úttektin fól í sér yfirgripsmikla skoðun á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu, þar á meðal stjórnunarreglum, aflamarkskerfinu og mati á stofnstærð. Niðurstaða úr mati vottunarnefndar var að stjórnkerfið og aflareglur fælu í sér varúðarnálgun sem stuðlar að ábyrgum veiðum og góðri umgengni um vistkerfið.

Aflamark í gullkarfa á yfirstandandi fiskveiðiári er 43.600 tonn.

Útgefnar vottunarskýrslur eru aðgengilegar HÉR .

Nánari upplýsingar um vottunina veitir:

Finnur Garðarsson, framkvæmdastjóri hjá Ábyrgum fiskveiðum ses. finnur@irff.is, farsími 896 2400.